Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) gagnrýnir fyrirhugaða lagabreytingu sem heimilar tollgæslunni að leita í innrituðum farangri farþega og áhafnar að viðkomandi fjarstöddum ef það leiðir til óhóflegra tafa eða erfiðleika að hann sé viðstaddur. Telur FÍA að hér sé of langt gengið gagnvart friðhelgi einkalífsins.
Í umsögn FÍA um þessa lagabreytingu, sem er að finna í bandormsfrumvarpi sem er til umfjöllunar á Alþingi, segir að rökstuðningur fyrir þessari heimild til tollayfirvalda sé með engu móti nægilegur til að réttlæta svo mikið inngrip sem leitin felur
...