Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir því svartfellska í Þjóðadeildinni í Niksic, 50 kílómetra norður af höfuðborginni Podgorica, klukkan 17 í dag. Leikurinn átti að fara fram í Podgorica en völlurinn var ekki í nógu góðu standi að mati…
Í Podgorica
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir því svartfellska í Þjóðadeildinni í Niksic, 50 kílómetra norður af höfuðborginni Podgorica, klukkan 17 í dag. Leikurinn átti að fara fram í Podgorica en völlurinn var ekki í nógu góðu standi að mati eftirlitsmanna evrópska knattspyrnusambandsins og var leikurinn því færður.
Með sigri í Niksic á Ísland enn möguleika á öðru sæti í 4. riðli B-deildarinnar og væri þá í leiðinni í umspil þar sem sæti í A-deildinni er undir. Íslenska liðið þarf hins vegar að treysta á að Wales tapi stigum gegn Tyrklandi á útivelli. Þá myndu Ísland og Wales leika úrslitaleik um annað sætið í Cardiff á þriðjudaginn kemur.
„Við viljum búa til
...