Á degi íslenskrar tungu 2024 er vert að vekja athygli á því að það eru ekki aðeins aldagömul handrit sem lifa með okkur í nýjum samtímabúningi. Þetta á einnig við um yngri verk.

Vettvangur

Björn Bjarnason

bjorn@bjorn.is

Í byrjun vikunnar var Konungsbók eddukvæða flutt úr Árnagarði í Eddu, aðsetur stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands við Arngrímsgötu í Reykjavík.

Þar hefur mikilvægasta menningararfi Íslendinga, handritunum, nú verið búin framtíðargeymsla. Í dag, 16. nóvember, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, degi íslenskrar tungu, verður sýningin Heimur í orðum opnuð í Eddu. Þar er meðal annars unnt að skoða Konungsbók.

Í fyrsta sinn frá því að handritin komu frá Danmörku árið 1971 eru þau nú til sýnis í sérhönnuðu rými. Var vissulega orðið tímabært að búa

...