Ég hef verið í veikindaleyfi í tvær vikur. Fór í saklausa aðgerð sem fól í sér talsvert inngrip. Verkefnin hafa því verið að horfa á sjónvarp, hlusta á bækur, prjóna og fara í göngutúra um Kársnesið. Í raun algjör draumur.
Bókin sem ég er að klára núna er Óvæntur ferðafélagi eftir Eirík Bergmann. Þetta er frábær bók sem óhætt er að mæla með. Eiríkur er lífskúnstner sem leyfir lífinu að leiða sig í ýmis ævintýri. Það væri vel hægt að gera áhugaverða bíómynd byggða á bókinni, mynd í anda Forrest Gump. Bókin er persónuleg þroskasaga höfundar sem blandar listilega saman örsögum úr lífshlaupi sínu og glímunni við Tínu (tinnitus).
Þá hef ég sökkt mér í þættina um Sögu þernunnar (the handmaids tale), sem byggjast á samnefndri bók Margaret Atwood. Bókin kom út 1985 og lýsir ógnvekjandi framtíðarsýn í ímynduðu bókstafstrúarríkinu Gilead. Þar hafa hvítir
...