Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta skerðingum á raforku til stórnotenda á norður- og austurhluta landsins til áramóta. Ástæðan er batnandi staða miðlunarlóna eftir hlýindin og úrkomuna undanfarið, sem leitt hefur til þess að niðurdráttur hefur…
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta skerðingum á raforku til stórnotenda á norður- og austurhluta landsins til áramóta.
Ástæðan er batnandi staða miðlunarlóna eftir hlýindin og úrkomuna undanfarið, sem leitt hefur til þess að niðurdráttur hefur stöðvast tímabundið, að því er fram kemur í í tilkynningu Landsvirkjunar.
Skerðingar til stórnotenda á suðvesturhluta landsins standa þó áfram, því þótt nokkuð hafi bæst í Þórisvatn stendur það enn mjög lágt og er í talsvert lægri stöðu en það var á sama tíma í fyrra.
Staða miðlunarlóna Landsvirkjunar á hálendinu var sögulega lág í sumarlok, sérstaklega á Suðurlandi. Þar á bæ bundu menn vonir við að haustlægðirnar myndu skila sér duglega í lónin.
...