Hann fer út á hverjum degi, því það þurfti að setja myndir í blaðið óháð því sem var í fréttum. Þannig er í myndum hans eins konar þjóðarpúls sem er tekinn dag eftir dag sem mér finnst einstakt.

Í stofunni hjá sagnfræðingnum Önnu Dröfn Ágústsdóttur hangir stór svarthvít ljósmynd af mannhafinu á Lækjartorgi á kvennafrídeginum 1975. Það er við hæfi að setjast í sófann undir myndinni, enda er hún tekin af Ólafi K. Magnússyni sem viðtalið snýst einmitt um. Óli K., eins og hann var gjarnan kallaður, starfaði í hartnær hálfa öld á Morgunblaðinu og var brautryðjandi á Íslandi á sviði blaðaljósmyndunar.

Þessi maður var á staðnum

Anna Dröfn hafði lengi gengið með þá hugmynd í maganum að skrifa um hann bók og eftir fjögurra ára rannsóknarvinnu er bókin Óli K. nú komin út. Þar tvinnar hún saman frásagnir um líf hans og störf og sögu þjóðar á seinni hluta tuttugustu aldar og að sjálfsögðu prýða einstakar ljósmyndir hans bókina. Óli K. á sannarlega sinn þátt í að sagan hefur verið varðveitt í ljósmyndum, en hann hafði afar næmt auga, kunni að segja sögur

...