Parabóla er yfirskrift sýningar Finnboga Péturssonar í Gerðarsafni. Finnbogi er í hópi þekktustu núlifandi myndlistarmanna þjóðarinnar. Frá upphafi ferils síns hefur hann blandað saman hljóði og myndrænni framsetningu í innsetningum og nýtir sér alls kyns tækni.
Á sýningunni í Gerðarsafni má segja að hann geri takt jarðar sýnilegan. Hann notar hljóð sem ómar ekki heldur skapar hreyfingu.
„Ég er stöðugt að eiga við grunnform í hljóði og í náttúrunni. Verkin eru alltaf byggð á reynslu eða einhverri tilraun sem ég vann kannski að fyrir einhverjum árum en fór ekki lengra eða fór í aðrar áttir. Mig hefur langað til að nýta sal eins og þennan í Gerðarsafni til að vinna með einingar eða form sem tala saman,“ segir Finnbogi. „Ég ákvað að vera með fjórar einingar til að skapa
...