Vitneskjan um að stjórnmálamenn séu nánast til í hvað sem er til að ná í atkvæði er ekki beinlínis til þess að efla traust á þeim.
Viðreisn nýtur umtalsverðs fylgis í skoðanakönnunum og gerir ýmislegt til að vekja á sér athygli, hristir til dæmis bossann svo eftir er tekið.
Viðreisn nýtur umtalsverðs fylgis í skoðanakönnunum og gerir ýmislegt til að vekja á sér athygli, hristir til dæmis bossann svo eftir er tekið. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Sjónarhorn

Kolbrún Bergþórsdóttir

kolbrun@mbl.is

Vinkona pistlahöfundar, staðfasta sjálfstæðiskonan, sendi pistlahöfundi sms á dögunum: „Nú geturðu ekki kosið Viðreisn.“ Hún útskýrði ástæðuna: „Þau voru að birta myndband á samfélagsmiðlum af sér í hópdansi að hrista rassinn, því það að hrista rassinn færir hamingjuhormónin upp í heila.“

Þar fór það eða hvað? hugsaði pistlahöfundur sem er stundum full borgaraleg og hefðbundin. Henni finnst ekki að stjórnmálamenn sem eru á atkvæðaveiðum eigi að hrista rassinn heldur einbeita sér að því að koma stefnumálum til skila. Sennilega er sú hugsun ekki fyllilega í takt við samtímann.

Vinkonan er í þægilegri stöðu en pistlahöfundur. Hún er sannfærður sjálfstæðismaður sem lítur svo á að atkvæði sem er ekki greitt Sjálfstæðisflokknum sé atkvæði sem kastað er á

...