Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis fyrir Portúgal þegar liðið vann stórsigur gegn Póllandi, 5:1, í 1. riðli A-deildar Þjóðadeildar karla í knattspyrnu í Porto í gær. Í hinum leik riðilsins vann Skotland 1:0-sigur gegn Króatíu í Glasgow. Portúgal er með 13 stig í efsta sætinu og er komið áfram í átta liða úrslit keppninnar sem verða leikin í mars á næsta ári en Króatía er í 2. sætinu með sjö stig. Króötum dugar stig gegn Portúgal í Split í lokaumferðinni til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum. Pólland og Skotland eru jöfn með fjögur stig í 3. og 4. sætinu og mætast í hreinum úrslitaleik í Varsjá á mánudaginn um það hvort liðið fellur í B-deild.
Þá tryggðu Evrópumeistarar Spánar sér sæti í átta liða úrslitunum með sigri gegn Danmörku, 2:1, í Kaupmannahöfn í 4. riðli keppninnar. Í hinum leik riðilsins gerðu Sviss og Serbía jafntefli, 1:1, í Zürich. Spánn er með 13 stig
...