Krónan og Yrkir, fasteignafélag Festi, eru nú í viðræðum við sveitarstjórn Rangárþing eystra um að hefja á næstu misserum byggingu verslunarhúss á Hvolsvelli. „Mikill uppgangur hefur verið á Hvolsvelli undanfarin ár, íbúum hefur fjölgað og…
Hvolsvöllur Fremst til vinstri er þjónustustöð N1 en ráðgert er að nýtt verslunarhús verði á auða reitnum þar vestan við; það er ofar á myndinni. Í dag er verslunin Krónan í grænleita húsinu sem er norðan Suðurlandsvegar.
Hvolsvöllur Fremst til vinstri er þjónustustöð N1 en ráðgert er að nýtt verslunarhús verði á auða reitnum þar vestan við; það er ofar á myndinni. Í dag er verslunin Krónan í grænleita húsinu sem er norðan Suðurlandsvegar. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Krónan og Yrkir, fasteignafélag Festi, eru nú í viðræðum við sveitarstjórn Rangárþing eystra um að hefja á næstu misserum byggingu verslunarhúss á Hvolsvelli. „Mikill uppgangur hefur verið á Hvolsvelli undanfarin ár, íbúum hefur fjölgað og sveitarstjórnarfólk vinnur að skipulagsmálum með það fyrir augum að staðurinn dragi enn fleiri að. Hvolsvöllur er í alfaraleið,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar í samtali við Morgunblaðið.

...