Anna Björk Theodórsdóttir
Íslenskur sjávarútvegur hefur lengi verið burðarstoð í efnahagslífi landsins, með útflutningsverðmæti yfir 350 milljarða króna árið 2023. Fjárfestingar í nýjum skipum og hátæknivinnslum hafa aukið framleiðni og sjálfbærni og minnkað kolefnisspor greinarinnar. En nú standa fyrirtæki frammi fyrir vaxandi áskorunum þar sem samfélagskröfur um breytingar á fiskveiðistjórnun og aukin veiðigjöld verða sífellt háværari. Útgerðir greiða veiðigjald sem jafngildir 33% af afkomu fiskveiða, en umræðan hefur m.a. snúist um áhrif þessa gjalds á greinina og hvort prósentan eigi að vera hærri. Í ljósi þessara áskorana vaknar spurningin: Gæti markaðsdrifin nálgun verið lykillinn að aukinni verðmætasköpun og bættri samfélagssátt?
Markaðsdrifin nálgun
Til að þróa sjávarútveginn í átt að markaðsdrifinni stefnu
...