Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Evrópusambandsaðild kann að komast á dagskrá á komandi kjörtímabili. Líkt og sjá má að ofan hafa Samfylkingin og Viðreisn samanlagt um 44% fylgi og fengju 31 þingmann.
Báðir eru flokkarnir hlynntir aðild að Evrópusambandinu (ESB), þótt hvorugur hafi sett það á oddinn að undanförnu.
Á borgarafundi í Vestmannaeyjum á miðvikudag, þar sem oddvitar allra framboða í Suðurkjördæmi sátu fyrir svörum, kom það hins vegar fram hjá Guðbrandi Einarssyni alþingismanni Viðreisnar að áframhald aðildarviðræðna við ESB, sem vinstristjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hófu 2010 en koðnuðu niður undir lok árs 2012, væri ófrávíkjanlegt skilyrði Viðreisnar fyrir ríkisstjórnarsamstarfi.
Miðað við fylgið nú þurfa Evrópuflokkarnir þriðja flokkinn til samstarfs, en aðrir flokkar en Píratar, sem eru í fallhættu, telja hagsmunum Íslands betur borgið utan ESB.
Í
...