Gítarleikarinn Michael Schenker kveðst ekki hafa fengið boð um að koma fram á 60 ára afmælistónleikum Scorpions í Hannover næsta sumar en hann átti aðild að þýska rokkbandinu í tvígang á sjöunda og áttunda áratugnum. Rudolf, gítarleikari og bróðir Michaels, hefur verið í Scorpions frá 1965 og hafa þeir bræður lengi eldað grátt silfur saman. „Hann er sjö árum eldri en ég. Hann er eineltir. Hann hefur komið illa fram við mig árum saman og snúið út úr ímynd minni og lætur svo bara eins og ekkert sé,“ sagði Michael við bandarísku útvarpsstöðina Sirius XM í vikunni. Hann kveðst hafa gefið Scorpions hressilega innspýtingu á sinni tíð en það sé greinilega gleymt og grafið. „En það eru ekki Scorpionarnir sem eru vondi kallinn. Það er bara Rudolf, hann er bara galin, skrýtin manneskja. Ég veit ekki fyrir hverju hann gengur en ég vil ekki tengja mig við það.“