Kvikmyndir
Jóna Gréta
Hilmarsdóttir
Opnunaratriðið í Lærlingnum er mjög sterkt. Leikstjórinn, Ali Abbasi, dregur áhorfendur strax inn í söguheiminn með því að sýna New York á áttunda áratug síðustu aldar; niðurníðsluna, jakkafataklæddu karlmennina og ungan Donald Trump (Sebastian Stan) sem gengur um borgina með stór markmið og mikið sjálfstraust en það á eftir að verða hættulega mikið eftir því sem líður á myndina. Opnunaratriðið er í raun ein hröð myndflétta (e. montage) sem passar vel við taktinn í laginu sem er spilað undir, en það er „Anti Anti Anti“ með hljómsveitinni The Consumer. Myndin er tekin upp með stafrænu tökuvélinni Alexu en unnin í litgreiningu þannig að hún líti út fyrir að vera tekin upp á filmu og nær þannig betur að fanga tíðarandann auk þess sem myndin
...