Strengjafjölskyldan er yfirskrift fjölskyldutónleika sem tónlistarhópurinn Cauda Collective heldur í Hannesarholti á morgun klukkan 11. Á tónleikunum fá „ungir tónleikagestir að kynnast hljóðfærum strengjafjölskyldunnar í gegnum skemmtilegar sögur og tónlist frá ýmsum tímabilum. Í lok tónleikanna er hægt að skoða hljóðfærin í návígi, spyrja spurninga og prófa að spila. Hentar börnum á leikskólaaldri og fyrstu bekkjum grunnskóla,“ segir í tilkynningu. Flytjendur eru Björk Níelsdóttir sópran og sögumaður, Sigrún Harðardóttir á fiðlu, Þóra Margrét Sveinsdóttir á víólu, Þórdís Gerður Jónsdóttir á selló og TC Fitzgerald á kontrabassa. Miðar fást á tix.is.