Pistill
Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is
Dagar eru skemmtilegt fyrirbrigði. Hvar værum við án þeirra? Þá er ég ekki síst að tala um daga sem tileinkaðir eru eða helgaðir einhverju sérstöku. Nóg er af þeim.
Dóttir mín sló á þráðinn til mín fyrir réttri viku og óskaði mér til hamingju með feðradaginn. Ég hváði, hafði ekki hugmynd um að hann væri runninn upp. En þakkaði auðvitað pent fyrir. Á hinn bóginn var ég búinn að heyra í a.m.k. tveimur fjölmiðlum að líka væri kleinudagurinn. Það gladdi mig enda minna kleinur mig alltaf á ömmu mína heitna sem var mér afar kær. Hún lokaði reglulega að sér inn í eldhús og steikti kleinur sem voru án efa af allt öðrum heimi. Þvílíkt hnossgæti. Margir tengja ábyggilega við þessa minningu, ömmur og kleinur eiga oftar en ekki samleið, og fyrir vikið vel skiljanlegt að fjölmiðlar hampi og
...