Borgarleikhúsið Tóm hamingja ★★★★· Eftir Arnór Björnsson, Ásgrím Gunnarsson og Óla Gunnar Gunnarsson. Leikstjórn og dramatúrgía: Björk Jakobsdóttir. Leikmynd: Svanhvít Thea Árnadóttir. Búningar: Sara Sól Sigurðardóttir. Lýsing: Freyr Vilhjálmsson. Hljóð: Máni Svavarsson. Tónlist: Jónas Sigurðsson. Leikarar: Arnór Björnsson, Ásgrímur Gunnarsson, Benedikt Karl Gröndal, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Óli Gunnar Gunnarsson, Steinunn Arinbjarnardóttir og Vigdís Halla Birgisdóttir. Gaflaraleikhúsið frumsýndi á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu föstudaginn 25. október 2024, en rýnt í 3. sýningu á sama stað fimmtudaginn 31. október 2024.
Leiklist
Silja Björk
Huldudóttir
Húsnæðisskortur hefur markað starfsemi leikhúsanna tveggja sem starfað hafa í Hafnarfirði síðustu árin. Nýverið bárust þær sorgarfréttir að Leikfélag Hafnarfjarðar hefði verið lagt niður eftir að hafa verið húsnæðislaust í rúm tvö ár og lauk þar með 88 ára sögu félagsins. Gaflaraleikhúsið missti húsnæði sitt í bænum í fyrra en lætur sem betur fer ekkert stoppa sig og flytur sig um set, enda mikilvæg jurt í leiklistarflórunni, sem lagt hefur sérstaka rækt við íslenska leikritun og frumsköpun.
Nýjasta uppfærsla Gaflaraleikhússins, gamanleikurinn Tóm hamingja eftir Arnór Björnsson, Ásgrím Gunnarsson og Óla Gunnar Gunnarsson í leikstjórn Bjarkar Jakobsdóttur, var frumsýnd seint í síðasta mánuði í
...