Lestrarstund Sá sem kann að lesa þarf aldrei að láta sér leiðast.
Lestrarstund Sá sem kann að lesa þarf aldrei að láta sér leiðast. — Morgunblaðið/Styrmir Kári

Þjóðin les eða hlustar að meðaltali á 2,6 bækur á mánuði, samanborið við 2,4 bækur í fyrra. 55% þjóðarinnar verja 30 mínútum eða meira í lestur á dag en 15% verja engum tíma í að lesa eða hlusta á bækur. Skáldsögur eru vinsælasta lesefnið og 60% þjóðarinnar gáfu bók á árinu. 56% fá hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum og 36% af umfjöllun í fjölmiðlum. 31% sagðist ekki hafa lesið neina bók á síðastliðnum 30 dögum, en skilgreining lestrar í könnuninni er lestur hefðbundinna bóka, rafbóka og hlustun á hljóðbækur.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri lestrarkönnun sem Miðstöð íslenskra bókmennta stóð fyrir í haust í samstarfi við sex aðila á bókmenntasviðinu. Rannsóknarfyrirtækið Prósent sá um framkvæmd könnunarinnar, sem fram fór dagana 7. til 21. október 2024. Úrtakið var 2.300 einstaklingar 18 ára og eldri og var svarhlutfallið 50%.

„Þetta er áttunda árið sem sambærileg könnun er lögð fyrir þjóðina þar sem lestrarhegðun og viðhorf til lestrar

...