Þetta var mjög erfitt og á vissan hátt ennþá sársaukafullt að rifja þetta upp … en þessi áföll gerðu okkur þrjú sem eftir stóðum mjög náin og samhent.
Geir H. Haarde átti viðburðaríkan feril í stjórnmálum og öðrum störfum.
Geir H. Haarde átti viðburðaríkan feril í stjórnmálum og öðrum störfum. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Lengi framan af stjórnmálaferli sínum hafði Geir H. Haarde engin áform um að skrifa ævisögu sína. Það var ekki fyrr en eftir hina örlagaríku atburði í sögu lands og þjóðar haustið 2008 að hann fór að velta því fyrir sér af alvöru. „Margir stjórnmálamenn hafa komið og farið án þess að skilja neitt slíkt eftir sig en þegar menn hafa skilið eftir sig endurminningar hefur nær undantekningalaust verið mikill fróðleikur í þeim,“ segir Geir þegar við höfum komið okkur fyrir í stofunni á heimili hans á gráum en hlýjum haustmorgni.

„Þannig að eftir að ég var í forystuhlutverki á þessari ögurstund í lífi þjóðarinnar haustið 2008 rann upp fyrir mér að mér bæri skylda til að segja mína hlið á þeim málum, heiðarlega, af einlægni og af sanngirni við fólk. Það reyni ég að gera í bókinni. Ég reyni líka að vera hreinskilinn við sjálfan mig og velti til dæmis upp á stöku

...