Þegar við nálguðumst víglínuna hljóðnuðu allir í bílnum. Lögreglustjórinn – kallmerki foringja fylkisins út af því að hann hafði verið yfirmaður í lögreglunni fyrir stríðið – tók fram tæki á stærð við sígarettupakka og starði á örlítinn skjá á því. Ef talan 1 birtist þýddi það að rússneskur dróni væri tvo og hálfan kílómetra í burtu. Ef talan tveir blikkaði væri dróni í 800 metra fjarlægð og talan þrír þýddi að það væru fimm sekúndur til stefnu, útskýrði Lögreglustjórinn, „til að koma þér út úr bílnum eða þú ert dauður“. Nokkrum mínútum síðar vorum við komnir inn í skóg skammt þar frá sem rússneskir hermenn höfðu hrifsað landskika nærri norðurlandamærum Úkraínu, þar á meðal helminginn af bænum Vovtsjansk, sem lagður hefur verið í eyði.
Ég var nýkominn frá Kænugarði. Á hótelinu var ég með hornherbergi rétt yfir götuhæð. Á hverjum degi komu stúlkur
...