Á alþjóðlegum minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa, sem er á morgun, 17. nóvember, er sjónum beint að þeirri hættu sem stafar af því að ökumenn sofni undir stýri. Rannsóknir sýna að svefn og þreyta eru meðal helstu orsaka banaslysa í umferð og áherslumálið því sjálfgefið
Athöfn Frá minningarstund í fyrra.
Athöfn Frá minningarstund í fyrra. — Morgunblaðið/Eggert

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Á alþjóðlegum minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa, sem er á morgun, 17. nóvember, er sjónum beint að þeirri hættu sem stafar af því að ökumenn sofni undir stýri. Rannsóknir sýna að svefn og þreyta eru meðal helstu orsaka banaslysa í umferð og áherslumálið því sjálfgefið.

Þetta er til að mynda talin möguleg ástæða tveggja slysa á síðasta ári þar sem fólk lést; bílar sem mættust lentu saman eftir að ökumaður annars þeirra sofnaði. Bæði þessi slys urðu á Vesturlandi; annað á Snæfellsnesi í júlí og hitt í desember á hringveginum nærri Skipanesi í Melasveit. Auk þess slasaðist 21 alvarlega af áðurnefndri ástæðu.

Gerðist allt mjög skyndilega

„Slys eru jafnan þannig að af þeim má ýmsan lærdóm draga,“

...