Sjö sóttu um embætti nefnd­ar­manns í kær­u­nefnd út­lend­inga­mála sem dóms­málaráðuneytið aug­lýsti fyr­ir skömmu. Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, lög­fræðing­ur og alþing­ismaður Pírata, Edu­ar­do Canozo Fontt, ráðgjafi í…
Útlendingastofnun Hæfnisnefnd mun meta hæfni þeirra sem sóttu um.
Útlendingastofnun Hæfnisnefnd mun meta hæfni þeirra sem sóttu um. — Morgunblaðið/Hari

Sjö sóttu um embætti nefnd­ar­manns í kær­u­nefnd út­lend­inga­mála sem dóms­málaráðuneytið aug­lýsti fyr­ir skömmu.

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, lög­fræðing­ur og alþing­ismaður Pírata, Edu­ar­do Canozo Fontt, ráðgjafi í inn­flytj­enda­mál­um hjá Vinnu­mála­stofn­un, Garðar Bier­ing, lög­fræðing­ur hjá kær­u­nefnd út­lend­inga­mála, Gunn­ar Páll Bald­vins­son doktors­nemi, Hulda Magnús­dótt­ir, lög­fræðing­ur hjá kær­u­nefnd út­lend­inga­mála, Rann­veig Stef­áns­dótt­ir, lög­fræðing­ur hjá kær­u­nefnd út­lend­inga­mála, og Vera Dögg Guðmunds­dótt­ir, sviðsstjóri hjá Útlend­inga­stofn­un, eru þau sem sóttu um setu í nefndinni. Mun sérstök hæfnisnefnd fara yfir umsóknir þeirra.