Almenna bókafélagið gaf 7. nóvember 2024 út bókina Fish, Wealth, and Welfare: Selected Scientific Papers, Fiskur, fé og farsæld: Valdar vísindaritgerðir, eftir dr. Ragnar Árnason, prófessor emeritus í fiskihagfræði í Háskóla Íslands. Af því tilefni var haldin alþjóðleg ráðstefna í Hátíðarsal Háskóla Íslands með þremur kunnum fiskihagfræðingum frá útlöndum 8. nóvember. Var hún vel sótt og fyrirlestrarnir hinir fróðlegustu. Einn gestur var íslenskur að ætt, en hefur starfað í Noregi alla sína tíð, Rögnvaldur Hannesson.
Fiskihagfræðin kennir okkur, að fiskistofnar séu takmörkuð gæði, sem takmarka verði aðganginn að. Ragnar rifjaði upp, að á háskólaárunum vann hann á Þjóðhagsstofnun á sumrin, þar sem honum var falið að kynna sér nýjustu rannsóknir í fiskihagfræði, þar á meðal doktorsritgerð Rögnvalds Hannessonar frá 1975, sem var brautryðjandaverk. Þetta sama ár var
...