Sæmundur Sigursveinn Sigurbjörnsson fæddist á Þröm í Staðarhreppi í Skagafirði 21. júlí 1936 en ólst upp á Grófargili. Hann lést 26. október 2024.

Sæmundur var sonur hjónanna Jónönnu Jónsdóttur, f. 23. janúar 1904, d. 14. ágúst 1969, og Kristmundar Sigurbjörns Tryggvasonar, f. 30. mars 1896, d. 4. september 1984. Sæmi var sjöundi í röð tólf systkina. Hin eru Hulda Ingibjörg, f. 4. september 1922, d. 8. september 2015, Jórunn Birna, f. 3. júlí 1925, d. 30. maí 1979, Árni Eymar, f. 29. ágúst 1927, d. 28. júlí 2009, Ingvi Ólafur, f. 20. september 1930, d. 22. júní 1991, Jón Stefán f. 2. október 1932, d. 12. september 2014, Gunnar Eysteinn, f. 17. september 1934, Ásta Kristín, f. 11. nóvember 1938, Gígja Ester, f. 11. júní 1940, María Sigríður, f. 20. september 1942, Þórhallur Tryggvi, f. 15. júlí 1945, d. 5. ágúst 2021, og Hugrún Hjördís, f. 7. desember 1949.

...