Fjórir leikmenn koma á nýjan leik inn í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu fyrir vináttulandsleiki kvennalandsliðs Íslands gegn Kanada og Danmörku sem fram fara í Murcia á Spáni 29. nóvember og 2
Spánarferð Alexandra Jóhannsdóttir verður með liðinu á nýjan leik.
Spánarferð Alexandra Jóhannsdóttir verður með liðinu á nýjan leik. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Landsliðið

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Fjórir leikmenn koma á nýjan leik inn í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu fyrir vináttulandsleiki kvennalandsliðs Íslands gegn Kanada og Danmörku sem fram fara í Murcia á Spáni 29. nóvember og 2. desember.

Alexandra Jóhannsdóttir, Bryndís Arna Níelsdóttir og markvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir misstu af leikjum Íslands gegn Bandaríkjunum í Austin og Nashville í október og verða með á ný.

Þá kemur Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir úr Breiðabliki inn í hópinn en hún hefur ekki spilað landsleik síðan í apríl 2023 og verið mikið fjarverandi vegna meiðsla frá þeim tíma.

Guðný ekki með

Guðný Árnadóttir verður ekki með

...