Nú er fárra kosta völ hér á Suðurlandi varðandi það hvað skal kjósa.
Gunnar B. Guðmundsson
Gunnar B. Guðmundsson

Gunnar B. Guðmundsson

Ég ætlaði ekki að trúa mínum eyrum og augum þegar ég horfði á kvöldfréttirnar í sjónvarpinu 30. október. Ég var ekki einn um það að búast fastlega við því að Erla Bjarnadóttir skipaði efsta sætið á framboðslista Miðflokksins í Suðurkjördæmi, en þar var komið annað nafn (Karls Gauta) en hún var hvergi á listanum.

Með aðdáun hef ég fylgst með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni frá því er honum var „sparkað“ úr Framsóknarflokknum og framganga hans hefur vakið hrifningu margra, enda hefur hann margt sagt sem hefur verið viturlegri pólitík en vanhugsuð vitleysa margra annarra.

Erla Bjarnasóttir starfaði lengi á vegum samtaka bænda og gjörþekkir málefni landsbyggðarinnar og hefur lagt rétt mat á þá vitleysu að flytja inn erlendar landbúnaðarafurðir, sem við vitum ekkert

...