Markus Grosskopf og Michael Kiske söngvari sem snúinn er aftur í bandið eftir langt hlé.
Markus Grosskopf og Michael Kiske söngvari sem snúinn er aftur í bandið eftir langt hlé. — AFP/Mauro Pimentel

Afmæli Þýska sprettmálmbandið sívinsæla Helloween hyggst halda upp á fertugsafmæli sitt með pomp og prakt á næsta ári. Kunngjört var á dögunum að lagt yrði upp í mikla afmælistónleikareisu haustið 2025, þar sem öllu yrði tjaldað til. „Við munum koma aðdáendunum skemmtilega á óvart,“ hefur málmgagnið Blabbermouth eftir ­bassaleikara bandsins, Markusi Grosskopf. „Fyrir utan glæný lög sem flutt verða í fyrsta sinn munum við leika lög frá ferli okkar sem enginn hefur heyrt mjög lengi eða jafnvel aldrei. Þetta verður negla!“