Ef marka má skoðanakannanir eru töluverðar líkur á að flokkar sem vilja aðild Íslands að Evrópusambandinu geti myndað meirihluta á þingi á næsta kjörtímabili, að minnsta kosti með því að næla sér í eitt hjálpardekk eða tvö undir vagninn.
Samfylkingin vill aðild að ESB og vill þjóðaratkvæðagreiðslu „um framhald viðræðna á réttum tímapunkti, til dæmis undir lok næsta kjörtímabils“. Samfylkingin felur þessa stefnu sína þó rækilega og hefur gert frá því að Kristrún Frostadóttir tók við flokknum.
Viðreisn felur ESB-stefnuna síður en áherslurnar eru þó að mestu annars staðar, fyrir utan að flokkurinn reynir nú að segja sem minnst til að fæla engan frá. Viðreisn leggur „áherslu á að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið að undangengnu samþykki þjóðarinnar“. Flokkarnir eru því algerlega samstiga í þessu og láta báðir að
...