Hér er diskófönk, ég fæ ABBA-tilfinningu og hugsa og til Geimsteins Rúna heitins Júl, eitthvað sem yljar höfundinum efalaust.
Völundur Sigurður Guðmundsson er höfundur plötunnar Þetta líf er allt í læ.
Völundur Sigurður Guðmundsson er höfundur plötunnar Þetta líf er allt í læ. — Morgunblaðið/Anton Brink

TÓNLIST

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Sigurður er einn af okkar allra bestu og mestu söngvurum og hefur dýft tám í íslenskar söngtjarnir af margvíslegum toga (ég er að reyna að vera „meta“, skrifa eins og um sé að ræða texta eftir Sigurð Guðmundsson!). Tjarnir þessar hafa m.a. skartað sveitum eins og Hjálmum, Góss og hinni vítt skilgreindu Memfismafíu, plötunum Oft spurði ég mömmu og Nú stendur mikið til auk Kappróðurs að sjálfsögðu og þessa verks hér. Tvær þær síðastnefndu eru hefðbundnar sólóplötur mætti segja þar sem lög Sigurðar eru flutt af hljómsveit á meðan hann syngur eigin texta yfir. Sigurður leikur á flestöll hljóðfæri sjálfur en valmenni önnur eru Helgi Svavar Helgason og Þorsteinn Einarsson, sem leika á trommur og gítar, en auk þess koma Tómas

...