Ágætur vinnufélagi dró mig til hliðar á dögunum, grafalvarlegur á svipinn. Almáttugur, hugsaði ég með mér. Nú er einhver dáinn, eða er hann að fara að skamma mig fyrir eitthvað sem ég hef sett í blaðið?
En, nei. Það var nú eitthvað annað. „Ég er með ábendingu um efni fyrir Sunnudagsblaðið,“ byrjaði hann og þó mér væri létt leið mér samt ennþá eins og að við værum að skiptast á upplýsingum sem ekki þyldu dagsljósið. Jafnvel staddir í Öskjuhlíðinni. Raddblærinn var þannig.
„Kannastu við bresku leikkonuna Ruth Wilson?“
Já, það hebbði ég nú haldið.
„Já, einmitt. Ég er að horfa á þætti með henni í Sjónvarpi Símans Premium, The Woman in the Wall. Hún er alveg frábær
...