Heilbrigðisráðuneytið styrkir nýtt niðurtröppunarverkefni fyrir þá sem vilja hætta eða draga úr notkun ávanabindandi lyfja. Verkefnið byrjaði í febrúar á þessu ári og búið er að opna móttöku í Efstaleiti. „Það er ánægjulegt að sjá niðurtröppunarverkefnið vaxa með þessum hætti. Langvarandi notkun sterkra ávanabindandi lyfja eins og ópíóíða skerðir lífsgæði fólks og er skaðleg,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.