Í þjóðsögunum er einnig svo margt sammannlegt sem höfðar til allra: hugrekki, náttúran, himingeimurinn og töfrar.
„Það er dásamlegt að geta unnið með safneign Listasafns Íslands,“ segir Ragnheiður.
„Það er dásamlegt að geta unnið með safneign Listasafns Íslands,“ segir Ragnheiður. — Morgunblaðið/Karítas

Í Sýningarstofu Safnahússins á Hverfisgötu er lítil en einkar falleg sýning sem nefnist Stattu og vertu að steini – þjóðsögur í íslenskri myndlist. Sýningin er þáttur í stóru fræðsluverkefni sem Listasafn Íslands vinnur að um þessar mundir.

Á sýningunni eru átta listaverk sem öll tengjast íslenskum þjóðsögum. „Elsta verkið á sýningunni er Nátttröllið frá 1905 eftir Ásgrím Jónsson, en hann var frumkvöðull í íslenskri málaralist og vann alla tíð mikið með þjóðsögur. Í verkum sínum mótaði hann hugmyndir Íslendinga um það hvernig álfar, draugar og tröll líta út. Yngsta verkið á þessari sýningu er frá 2019 og er eftir Matthías Rúnar Sigurðsson. Það má segja að það kallist á við verk Ásgríms en verkið, sem er höggmynd, heitir Nátttröll með blindrahund,“ segir Ragnheiður Vignisdóttir fræðslu- og útgáfustjóri Listasafns Íslands.

...