7 Valsarinn Úlfar Páll Monsi Þórðarson reynir skot að marki HK-inga á Hlíðarenda í gærkvöldi en hornamaðurinn skoraði sjö mörk í leiknum.
7 Valsarinn Úlfar Páll Monsi Þórðarson reynir skot að marki HK-inga á Hlíðarenda í gærkvöldi en hornamaðurinn skoraði sjö mörk í leiknum. — Morgunblaðið/Eggert

Úlfar Páll Monsi Þórðarson var markahæstur hjá Val þegar liðið tók á móti HK í úrvalsdeild karla í handknattleik á Hlíðarenda í gær. Leiknum lauk með stórsigri Vals, 33:23, en Úlfar Páll gerði sér lítið fyrir og skoraði sjö mörk í leiknum.

Valsmenn fara með sigrinum upp í 3. sætið í 14 stig, stigi minna en topplið FH og Aftureldingar, en Valsmenn hafa unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og töpuðu síðast deildarleik þann 19. september gegn Stjörnunni á útivelli. HK er með fimm stig í 11. og næstneðsta sætinu en liðið hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum.

Leikurinn var aldrei spennandi en Valsmenn komust í 6:1 og juku forskot sitt svo hægt og rólega það sem eftir lifði leiks.

Björgvin Páll Gústavsson varði sjö skot í marki Valsmanna og

...