Er fréttastofa Vísis einfaldlega útibú frá RÚV og er þá einhver ástæða til að vera áskrifandi að Stöð 2?
Einar S. Hálfdánarson
Einar S. Hálfdánarson

Einar S. Hálfdánarson

Nokkrar undanfarnar kosningar hefur kosningabaráttan ekki staðið um málefni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þurft að beita öllum sínum kröftum að því að verjast uppdiktuðum ásökunum um siðferðis- og lögbrot af ýmsu tagi. Pabbi Bjarna Ben undirritaði ósk um uppreist æru manns sem hafði tekið út refsingu fyrir kynferðisbrot. Þjóðþekktir vinstrisinnaðir leikarar og fleiri stóðu að útifundi þar sem við sjálfstæðismenn vorum almennt og hiklaust stimplaðir talsmenn kynferðisbrotamanna. Svo má áfram halda að rifja upp meint brot sem á okkur hafa verið borin. Allt fjarar þetta út eftir kosningar eftir að tilganginum hefur verið náð.

„Prófessor sagði“

Hvergi nokkurs staðar í veröldinni hef ég heyrt „frétt“ hefjast á orðunum „prófessor sagði“ nema hér á Íslandi. En líklega

...