— Ljósmynd/Anna Elísa Hreiðarsdóttir

60 ára Arnar ólst upp í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð en býr á Akureyri. Hann er leikskólakennari að mennt og vann við það í 20 ár, lengst af á Iðavelli á Aureyri. Hann er núna umsjónarmaður Glerárkirkju og Lögmannshlíðarkirkju.

„Ég er búinn að vera í þessu starfi í tvö ár. Þetta er rekstur og viðhald sem ég sinni, geng í allt sem þarf að gera og er alveg dásamlegt starf. Eftir að ég hætti leikskólakennslunni fór ég að kenna á smíðastofu sem var á Handverksmiðstöðinni Punktinum. Þar var ég að kenna í fimm ár, mög gott samfélag og komu þarna ungir sem aldnir og mikil deigla og gróska. En þegar þetta lagðist af hjá bænum fór ég í húsaumsjón, endaði svo hérna og geri ráð fyrir að vera hér fram að eftirlaunaaldrinum.“

Mikil starfsemi fer fram í Glerárkirkju. „Hér hefur verið mikið

...