Ræstingarfyrirtækið Hreint bauð viðskiptavinum og velunnurum í heimsókn á dögunum til að fagna nýjum höfuðstöðvum í Vesturvör 11.
Um leið nýtti fyrirtækið tækifærið og fagnaði 40 ára afmæli sínu, sem var á síðasta ári.
Nýjar höfuðstöðvar eru sérhannaðar miðað við þarfir og rekstur ræstingafyrirtækis. Með því varð húsnæðið að eins konar sýningarglugga um hvernig best er að skipuleggja húsnæði með tilliti til ræstinga og lágmörkunar kostnaðar við þær, að því er Ari Þórðarson framkvæmdastjóri útskýrir í samtali við Morgunblaðið. Í húsnæðinu er t.d. ræstingaþjarkur, kennslusvæði til ræstinga og splunkunýr rafrænn lyklaskápur sem er mjög sjaldgæf sjón hér á landi að sögn Ara.
Fyrsti flutningurinn
Hann segir að flutningur á starfsemi Hreint í Vesturvör 11
...