Jólaþorpið í Hafnarfirði var opnað með hátíðlegri dagskrá á Thorsplani í gær. Ljósin á Cuxhaven-jólatrénu voru tendruð, Karlakórinn Þrestir og Lúðrasveit Hafnarfjarðar skemmtu gestum og boðið var upp á heitt súkkulaði og piparkökur. Hafnarfjarðarbæ tókst meira að segja að hafa uppi á jólasveinunum sem gerðu sér ferð til byggða tæpum mánuði fyrir áætlun, sem virðist hafa vakið undrun sumra.