Vigdís Hafliðadóttir fæddist 17. nóvember 1994 og verður því þrítug á morgun.
Hún fæddist í Reykjavík en fjölskyldan flutti fljótlega til Akureyrar þar sem Vigdís bjó fyrstu þrjú ár ævi sinnar. Því næst lá leiðin til Gautaborgar í Svíþjóð. Vigdís bjó alla sína skólagöngu í Laugardalnum og gekk þar í Laugarnes- og Laugalækjarskóla. Þar var hún einn af fjórum höfundum siguratriðis Skrekks árið 2009, fékk viðurkenningu frá Reykjavíkurborg fyrir framúrskarandi árangur í íslensku og vann Stóru upplestrarkeppnina.
„Þetta er ljóðaupplestur fyrir alla 7. bekkinga í Reykjavík. Ég las ljóð eftir Jónas Hallgrímsson og Davíð Þór Jónsson og var valin til að flytja ljóð á afmæli Þjóðleikhússins.“
Vigdís lauk tvöföldu stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, bæði af félagsfræðibraut og
...