Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Á mánudaginn voru fyrstu handritin flutt úr Árnagarði, sem verið hefur heimili þeirra síðan 1971, í Eddu þar sem þeirra bíður varanlegt heimili. Meðal handrita sem flutt voru í Eddu var Konungsbók eddukvæða, stærsta framlag Íslands til heimsmenningarinnar. Hún hefur að geyma elsta og merkasta safn eddukvæða skrifað á síðari hluta 13. aldar af óþekktum skrifara. Eddukvæði geyma sögur af heiðnum goðum, Völuspá sem geymir heimssögu ásatrúar og Hávamál sem miðla lífsspeki Óðins.

Tilhugsunin um það ef þessi merka bók hefði glatast er skrítin. Enginn Óðinn, Þór eða Loki, engin Frigg eða Freyja, engin Hávamál. Chris Hemsworth hefði aldrei klæðst búningi Þórs þar sem engar Marvel-myndir um norræna goðafræði hefðu verið gerðar. Þetta er menning sem allur heimurinn þekkir – menning okkar og hluti af sjálfsmynd okkar, sem hefur varðveist í handritunum í gegnum aldirnar. Meðal annarra handrita sem flutt voru

...

Höfundur: Lilja Dögg Alfreðsdóttir