Ingibjörg Steinunn Valdimarsdóttir fæddist í Vatnsfjarðarseli í Reykjafjarðarhreppi 5. mars 1928. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði 2. nóvember 2024.

Foreldrar hennar voru Björg Þórðardóttir frá Kaldrananesi í Strandasýslu, f. 28.6. 1890, og Sigurgeir Valdimar Steinsson frá Hálshúsum í Vatnsfjarðarsveit, f. 6.8. 1878.

Ingibjörg var yngst fjögurra systkina, hin voru Hrólfur, f. 1917, Hans Aðalsteinn, f. 1918, og Gunnar, f. 1923. Þeir eru allir látnir.

Hún giftist ekki og átti ekki börn en var bræðrabörnum sínum einstaklega góð alla tíð.

Ingibjörg ólst upp með foreldrum og bræðrum í Vatnsfjarðarseli í Mjóafirði. Árið 1949 flytja þau að Hörgshlíð og þaðan í Heydal.

Hún gekk í

...