Við komum af svipuðum slóðum og sprettum upp úr sama grunni. Við erum báðar af þingeyskum ættum og fengum svipað uppeldi, erum aldar upp af norðlenskum mæðrum sem voru fæddar fyrripart síðustu aldar og voru mjög fornar í sér,“ segja þær…
Vinkonur Magnea og Melrós meðal verka sinna á sýningunni.
Vinkonur Magnea og Melrós meðal verka sinna á sýningunni.

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Við komum af svipuðum slóðum og sprettum upp úr sama grunni. Við erum báðar af þingeyskum ættum og fengum svipað uppeldi, erum aldar upp af norðlenskum mæðrum sem voru fæddar fyrripart síðustu aldar og voru mjög fornar í sér,“ segja þær stöllur og myndlistarkonur Lára Magnea Jónsdóttir og Sigríður Melrós Ólafsdóttir, en þær opnuðu saman myndlistarsýningu í miðbæ Reykjavíkur í vikunni. Yfirskriftin er Magnea og Melrós, en þar sýna þær útsaumsverk Láru Magneu og þrykkverk Sigríðar Melrósar.

„Sýningin hefur undirtitilinn Magnea og Melrós grípa tækifærin sem gefast í óreiðu daglegs lífs, af því að þannig hefur það alltaf verið hjá okkur tveimur, hvort sem það er í listinni eða heima hjá okkur. Í óreiðu hversdagsins finnum við

...