Sigmar Vilhjálmsson formaður Atvinnufjelagsins segir tryggingagjaldið sem hið opinbera leggur á fyrirtæki ekki hlutlausan skatt.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Atvinnufjelagsins, þar sem fjallað er um tryggingagjaldið, sem nemur 6,35% og atvinnurekendur greiða af launum starfsmanna.
Í skýrslunni er bent á að vinnuaflsfrekar atvinnugreinar, það er að segja þær sem leggja meiri áherslu á mannauð, beri hlutfallslega þyngri byrðar af gjaldinu. Gjaldi sem ætlað er að standa undir ýmsum útgjöldum samfélagsins, til að mynda lífeyris- og slysatryggingum almannatrygginga.
Tryggingagjaldið leggst þannig þungt á þjónustugeirann, þar sem gjaldið nam 2,16% af tekjum árið 2023, mun meira en hjá öðrum atvinnugreinum. Þjónustugeirinn greiðir að jafnaði 30% meira í tryggingagjald, sem hlutfall af
...