Það skilur þéttur kaðall okkur að fyrir neðan stigann upp að kaffihúsinu á þriðju hæð bókaverslunar Pennans Eymundssonar í Austurstrætinu. Illugi Jökulsson fyrir innan, ég fyrir utan. Hvað er hér á seyði? Er kaffihúsið lokað? Hvers vegna komst Illugi þá inn? „Ég lokaði hann þarna inni,“ segir starfsmaður, sem nú gefur sig fram, sposkur á svip. „Vilt þú komast inn líka?”
Já, gjarnan. Þó svo auðvitað gæti verið áhugavert að taka viðtal yfir kaðal; man ekki eftir að hafa gert það áður.
Skýringin á kaðlinum er sú að starfsmaðurinn, sem opna átti kaffihúsið á slaginu klukkan 10, er lasinn en fyrst við erum komnir á staðinn fáum við að tylla okkur í ró og næði með þetta fína útsýni yfir Austurstrætið. Sposki starfsmaðurinn birtist meira að segja aftur og að þessu
...