„Kosningabaráttan hefur verið mjög fjörleg og ólíkt kosningabaráttunni 2021 og reyndar kannski líka 2017 hafa komið fram í henni skýrar hugmyndafræðilegar línur.“ Þetta segir Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur
Kosningar Íslendingar ganga að kjörborðinu innan tveggja vikna og kjósa fulltrúa á Alþingi til næstu fjögurra ára.
Kosningar Íslendingar ganga að kjörborðinu innan tveggja vikna og kjósa fulltrúa á Alþingi til næstu fjögurra ára. — Morgunblaðið/Eggert

Ólafur Pálsson

olafur@mbl.is

„Kosningabaráttan hefur verið mjög fjörleg og ólíkt kosningabaráttunni 2021 og reyndar kannski líka 2017 hafa komið fram í henni skýrar hugmyndafræðilegar línur.“

Þetta segir Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur. Hann segir alla flokka hafa staðið sig nokkuð vel í að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og sýnist honum enginn einn flokkur hafa rekið kosningabaráttu sína betur en aðrir.

Engar mælingar eru fyrir hendi um hvað efst er í huga kjósenda en Ólafi sýnist líklegt, eins og í síðustu kosningum, að áherslan sé á efnahagsmál, verðbólgu og vexti. „Það virðist vera stærra mál núna en það var 2021,“ segir hann.

Þá nefnir Ólafur að velferðarmál og lífskjör almennings,

...