Mikil umræða er um hvað Donald Trump hyggst gera sem forseti, þ. á m. varðandi framleiðslu á endurnýjanlegri orku.
Gunnar Birgisson
Margir hafa áhyggjur af þróun á endurnýjanlegri orku í Bandaríkjunum nú þegar Donald Trump mun taka við völdum sem forseti á ný, enda hefur hann margoft lýst yfir að áhyggjur um hnattræna hlýnun og loftslagsbreytingar séu bara gabb, og á fyrra kjörtímabili sínu dró hann BNA út úr Parísarsáttmálanum um loftslagsmál.
Hvernig þessi mál þróast í BNA mun, eins og margt annað, snúast um peninga, og hvort Trump dregur BNA aftur úr Parísarsáttmálanum skiptir minna máli, því aðalatriðið er hvað verður um ákveðin alríkislög sem tengjast ekkert Parísarsáttmálanum.
Stuðningur við orkuþróun
Lög í BNA um endurnýjanlega orku eru margvísleg, þ. á m. bæði alríkis- og fylkislög. T.d. er heildsala á raforku undir stjórn alríkisins, en smásala frá orkuveitum undir
...