Ísraelski herinn kveðst hafa hæft yfir 200 skotmörk í Líbanon á um 36 klukkustundum yfir helgina. Herinn hóf árásir sínar á laugardagsmorgun og lét sprengjum rigna yfir Beirút, höfuðborg landsins, og Tyre í suðurhluta þess.
Hæfðu talsmann Hisbollah
Skotmörk Ísraelshers eru vígamenn í sveitum Hisbollah-hryðjuverkasamtakanna. Mohammed Afif talsmaður Hisbollah var á meðal þeirra sem létust í árásum Ísraelshers. Varð hann fyrir sprengju sem herinn miðaði á miðborg Beirút á sunnudagsmorgun að því er Hisbollah-samtökin segja. Er Afif sagður hafa verið í innsta hring fyrrverandi leiðtoga Hisbollah, Hassans Nasrallahs. Nasrallah lést í árásum Ísraelshers í september.
Afif stýrði samskiptum Hisbollah við fjölmiðla í mörg ár og kom upplýsingum til innlendra og erlendra fjölmiðlamanna, oft undir nafnleynd, að því er AFP-fréttaveitan
...