Baldur Jónsson fæddist 18. nóvember 1934 í Ystahvammi í Aðaldal og ólst þar upp í foreldrahúsum við öll almenn sveitastörf. „Ég fæddist í torfstofu og hef verið á sömu þúfunni síðan,“ segir Baldur.
Hann fór á þrjár vertíðir hjá Fiskiðjunni í Vestmannaeyjum. „Ég var þar þegar hætt var að flaka með höndunum. Vélarnar komu síðasta árið sem ég var í Eyjum.“
Árið 1952 fór hann í Bændaskólann á Hólum og lauk þaðan búfræðiprófi 1954.
Baldur starfaði síðan á búi foreldra sinna, fyrst í félagsbúi en tók síðar við. Baldur giftist Fanneyju Helgadóttur 4. júlí 1959 og eignuðust þau þrjú börn en fyrir átti Fanney tvö börn. Þau tóku við búinu árið 1965 og bjuggu með blandað bú. Núna er sonur þeirra tekinn við búskapnum en Baldur býr enn í húsi sínu í Ystahvammi en Fanney lést fyrir
...