Ólafur Adolfsson sér ekkert því til fyrirstöðu að veita heilbrigðisstarfsmönnum á landsbyggðinni skattaafslátt til þess að leysa mönnunarvanda.
„Við eigum að laða heilbrigðisstarfsfólk að okkur með því að bjóða einhverja gulrót. Ég held að það séu alveg tækifæri í því,“ segir hann og bendir á að Norðmenn veiti fólki í dreifbýli skattafslátt.
Ólafur ferðast nú um kjördæmið sem nýr oddviti og segir samgöngumál brenna á kjósendum í kjördæminu.
„Þar er víða pottur brotinn,“ segir hann um samgönguinnviði í kjördæminu.
Á Vestfjörðum er staða samgönguinnviða slæm og Ólafur segir það ekki mega gerast að bágborin staða samgöngumála hamli verðmætasköpun á svæðinu.
„Að fyrirtæki lendi ekki í því að koma
...