Kristinn Haukur Skarphéðinsson dýravistfræðingur lést 16. nóvember eftir skammvinn veikindi, á 69. aldursári.
Kristinn Haukur fæddist í Reykjavík 18. febrúar 1956. Foreldrar hans voru Kristín Guðmundsdóttir híbýlafræðingur og Skarphéðinn Jóhannsson arkitekt. Tvíburasystir Kristins er Ragnhildur landslagsarkitekt og bróðir þeirra er Ögmundur arkitekt.
Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð hóf Kristinn nám í líffræði við Háskóla Íslands og lauk hann síðar meistaranámi í dýravistfræði frá Wisconsin-háskóla í Madison í Virginíuríki í Bandaríkjunum.
Kristinn Haukur hóf störf hjá Náttúrufræðistofnun Íslands strax á námsárum sínum undir leiðsögn dr. Finns Guðmundssonar fuglafræðings og starfaði hjá stofnuninni að námi loknu í ríflega þrjá áratugi.
Þar gegndi hann
...