Ole Anton Bieltvedt
Nýlega skrifaði ég grein í blaðið með fyrirsögninni „Skynsemi, já rétt, en hvaða?“. Fjallaði ég þar um þá meintu skynsemi Sigmundar Davíðs að hann skyldi láta utanríkisráðherra sinn, Gunnar Braga, loka á frekari viðræður um mögulega aðild okkar að ESB í mars 2015, en um leið lokaði hann á aðgang okkar að evru sem gjaldmiðli, læsti okkur inni í krónuhagkerfinu.
Hér má reyndar spyrja: við hvað var Sigmundur – og þá líka samherji hans og félagi á þeim tíma, Bjarni Benediktsson – eiginlega hræddur? Þetta voru þó bara óskuldbindandi samningaumleitanir.
Ég benti svo á dæmi um það hvernig þessi skynsemi, krónuhagkerfið, virkaði í reynd. Maður nokkur tók húsnæðislán upp á 35 milljónir árið 2004, hann er búinn að greiða af því í 20 ár, afborganir og vextir á núvirði
...